Fyrsti vinnufundur starfsmatsnefndar SAMSTARFS

Fyrsti vinnufundur starfsmatsnefndar SAMSTARFS var haldinn í húsakynnum BSRB í síðustu viku, en nefndin hefur m.a. það hlutverk að skoða sameiginlega hvernig til hefur tekist með innleiðingu og framkvæmd starfsmatskerfisins SAMSTARF og með hvaða hætti megi tryggja áframhaldandi þróun þess. Í nefndinni sitja fulltrúar frá aðildarfélögum BSRB, SGS og Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Á fundinum kynntu starfsmatsráðgjafar starfsmatskerfið fyrir gestum, fulltrúar frá Starfsmennt og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins mættu og kynntu sína starfsemi auk þess sem talsverður tími fór í umræður og hópavinnu. Fulltrúar SGS á fundinum í gær voru þau Signý Jóhannesdóttir, Björn Snæbjörnsson, Linda Baldursdóttir, Drífa Snædal og Árni Steinar Stefánsson. Áætlað er að næsti fundur í nefndinni verði haldinn 30. nóvember nk.

Hægt er að lesa nánar um starfsmatskerfið SAMSTARF á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga.