Í gær fór fram fundur nýstofnaðs svæðisráðs Fjallabyggðar þar sem var kosinn nýr svæðisfulltrúi sameinaðs svæðisráðs og varamann hans. Fyrrum svæðisfulltrúar Siglufjarðar og Ólafsfjarðar, Margrét Jónsdóttir og Hafdís Ósk Kristjánsdóttir, buðu sig báðar fram í embættið og fór svo að Margrét var kjörin.
Eitt framboð kom fram í embætti varasvæðisfulltrúa og var Sigrún Agnarsdóttir, sem verið hefur varasvæðisfulltrúi Siglufjarðar, kjörin.
Svæðisfulltrúar sitja í aðalstjórn félagsins fyrir hönd síns svæðis og eru varamenn sjálfkjörnir í trúnaðarráð.