Fyrsti fundur stjórnar á nýju starfsári

Fjölmörg mál voru á dagskrá fundarins, m.a. var Elíasi Péturssyni, bæjarstjóra Fjallabyggðar, boðið …
Fjölmörg mál voru á dagskrá fundarins, m.a. var Elíasi Péturssyni, bæjarstjóra Fjallabyggðar, boðið á fundinn og fór hann yfir stöðuna í Fjallabyggð. Hann fjallaði m.a. um afleiðingu Covid á svæðið, samgöngumál, atvinnumál o.fl. Góðar umræður urðu undir þessum lið.

Í gær var haldinn fyrsti fundur aðalstjórnar Einingar-Iðju á starfsárinu 2021-2022. Fundurinn fór að þessu sinni fram í sal félagsins í Fjallabyggð. Fjölmörg mál voru á dagskrá fundarins, m.a. var Elíasi Péturssyni, bæjarstjóra Fjallabyggðar, boðið á fundinn og fór hann yfir stöðuna í Fjallabyggð. Hann fjallaði m.a. um afleiðingu Covid á svæðið, samgöngumál, atvinnumál o.fl. Góðar umræður urðu undir þessum lið. Björn formaður þakkaði Elíasi fyrir komuna og sagði að gaman hefði verið að fá að heyra stöðuna á svæðinu og færði honum sögu félagsins að gjöf. 

Tveir nýir stjórnarmenn sátu sinn fyrsta fund í aðalstjórn í gær, þau Gunnar Magnússon, ritari félagsins og Sunna Líf Jóhannsdóttir meðstjórnandi. Gunnar og Sunna Líf skrifuðu undir trúnaðarskjal stjórnarmanna í upphafi fundar og fengu afhentar siðareglur félagsins, eins og venja er þegar nýir stjórnarmenn koma inn í aðalstjórn.