Fyrsta kynningarmyndbandið af þremur sem fjölmiðlafyrirtækið N4 er að framleiða fyrir félagið er tilbúið. Fyrsta myndbandið er almenn kynning á félaginu. Næsta myndband sem fer í vinnslu mun fjalla um sjúkrasjóðinn og það síðasta um orlofssjóð félagsins.
Þegar samstarfssamningurinn við N4 um framleiðslu á myndrænu kynningarefni fyrir félagið sagði Björn Snæbjörnsson, formaður félagsins, m.a. að hann bindi miklar vonir við þetta samstarf. „Félagið þarf að vera opið fyrir nýjungum og sífellt að leita að nýjum leiðum til að ná til félagsmanna. Í byrjum verða framleidd þrjú myndbönd um félagið og sjóði þess. Með þessum kynningarmyndböndum getum við verið í fleiri miðlum en áður,en markmiðið er auðvitað alltaf að ná til fleiri félagsmanna til að kynna þeim rétt sinn hjá félaginu.“
„Framleiðslu- og hönnunardeild N4 fagnar því að vera komin í samstarf við Einingu-Iðju um gerð kynningarefnis. Deildin leggur áherslu á gæði, fagmennsku, skapandi hugsun og útsjónarsemi við gerð markaðs- og kynningarefnis og kappkostar því að skila góðu og vönduðu efni. Heimasíður og samfélagsmiðlar gegna mikilvægu hlutverki og þess vegna er nauðsynlegt að allt kynningarefni sé aðgengilegt og vel unnið. Eining-Iðja vill greinilega vanda til verka á sviði upplýsingamála og ánægjulegt er að félagið velur Framleiðslu- og grafíkdeild N4 sem samstarfsaðila til þess að ná því markmiði. Starfsfólk framleiðsludeildar N4 mjög spennt fyrir þessu samstarfi við Einingu Iðju. Í framleiðsludeildinni er samhentur og hæfileikaríkur hópur fólks sem leitast við að benda á hnitmiðaðar lausnir sem skila árangri,“ sagði Hilda Jana Gísladóttir, framkvæmda- og sjónvarpsstjóri N4.