Í lok síðustu viku sendi félagið bréf á öll sveitarfélög á félagssvæðinu og óskaði eftir upplýsingum hvort áætlað sé í fjárhagsáætlun viðkomandi sveitarfélags að hækka gjaldskrár þess fyrir árið 2014. Ef gjaldskrárhækkanir eru á döfinni þá var jafnframt óskað eftir upplýsingum um hvaða gjaldaliðir hækka og hversu mikið, bæði í krónum og prósentum.
Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju, segir að ákveðið hefði verið að senda þessa fyrirspurn á sveitarfélögin þar sem í aðdraganda kjarasamningaviðræðna hafi mikið verið rætt um stöðugleika í þjóðfélaginu og nauðsyn þess að hann haldist. „Allir verða að bera sameiginlega ábyrgð og vinna saman að því markmiði,“ sagði Björn
Fyrr í dag borgarráð Reykjavíkurborgar að hætta við áformaðar hækkanir á gjaldskrám í öllum helstu þjónustuflokkum Reykjavíkurborgar sem taka áttu gildi 1.janúar nk. í fréttatilkynningu frá þeim segir að borgin geri þetta til að sporna við verðbólgu og auka kaupmátt í komandi kjarasamningum. „Þetta eru gleðifréttir og skora ég á önnur sveitarfélög að fylgja þessu fordæmi og hækka ekki sínar gjaldskrár. Ég vona að þetta verði raunin hjá sveitarfélögunum á okkar svæði. Ég hef enn ekki fengið svar frá þeim, en vonandi skila sér svör á jákvæðum nótum til okkar á næstunni,“ sagði Björn að lokum.