Fundur með trúnaðarmönnum

Fundur verður á 4. hæð Alþýðuhússins
Fundur verður á 4. hæð Alþýðuhússins

Í dag, þriðjudaginn 7. nóvember, verður fundur með trúnaðarmönnum félagsins. Hann verður í salnum á fjórðu hæð í Alþýðuhúsinu Akureyri, hefst kl. 16:30 og stendur til kl. 19:30. 

Dagskrá

  1. Fræðsla trúnaðarmanna: Sigurlaug Gröndal, frá Félagsmálaskóla Alþýðu, kynnir ný námskeið sem byrja eftir áramót.
  2. Vinnustaðafundir: Hver er rétturinn til að halda þá og hvað vilja menn fá út úr þeim fundum.
  3. Vinnustaðaeftirlitið: Vilhelm Adolfsson fer yfir hvernig hefur gengið og hlutverk trúnaðarmanna í upplýsingagjöf til hans.
  4. Endurskoðun kjarasamninga: Hvort sem hún verður gerð í febrúar eða næsta haust.
  5. Ásgeir Örn Jóhannsson lögfræðingur: Hvað þurfa trúnaðarmenn að hafa í huga þegar/ef eitthvað gerist á vinnustað þeirra og hver er réttarstaða trúnaðarmanna.

 

Félagið leggur mjög mikla áherslu á að trúnaðarmenn mæti á fundinn, þarna verður farið yfir upplýsingar sem nýtast í starfinu og góður vettvangur til að ná fólki saman til skrafs og ráðagerða.