Í lok síðustu viku var haldinn fundur í samninganefnd félagsins þar sem kynntur var nýr kjarasamningur Starfsgreinasambands Íslands við Samtök atvinnulífsins. Miklar og góðar umræður urðu um innihalds hans.
Á fundinum var samþykkt samhljóða að afgreiðsla á samningnum verði póstkosning og að kjörgögn þurfi að berast kjörstjórn eigi síðar en kl. 17 þriðjudaginn 21. janúar nk. Talningu skal lokið kl. 12 miðvikudaginn 22. janúar og úrslit tilkynnt til Samtaka atvinnulífsins fyrir kl. 16 sama dag.
Í vikunni verða kjörgögn send til þeirra félagsmanna sem vinna eftir almenna samningnum.