Fundur í samninganefnd

Fundurinn fer fram á Hótel KEA
Fundurinn fer fram á Hótel KEA

Búið er að boða fund í samninganefnd félagsins mánudaginn 24. febrúar nk. kl. 20 á Hótel KEA á Akureyri.

Á fundinum verður farið yfir nýjan samning milli Einingar-Iðju og Samtaka atvinnulífsins sem byggður er á sáttatillögu frá ríkissáttasemjara. Einnig verður ákveðið hvernig atkvæðagreiðsla um hann muni fara fram.

Nefndarmenn utan Akureyrar þurfa að hafa samband við sinn svæðisfulltrúa til að sameinast í bíla.

 

Aðeins um samninginn:

Með samningnum fær launafólk þær hækkanir sem um var samið í desembersamningnum, þ.e. einn launaflokk og 8.000 króna hækkun auk 2,8% hækkun á aðra launaliði. Með nýju kjarasamnignum fær launafólk innan SGS að auki samtals 32.300 króna hækkun á desember- og orlofsuppbætur. Desemberuppbót verður þá 73.400 krónur fyrir fullt starf en orlofsuppbót verður 39.500 krónur fyrir fullt starf. Þar sem samningurinn hefur dregist fær launafólk að auki 14.600 króna eingreiðslu í stað launahækkunar í janúar.

Með samningunum fylgir einnig bókum um að fara sérstaklega yfir þróun verðlags á fatnaði sem notaður er í fiskvinnslu og leggja til breytingu á fatapeningum ef ástæða er til fyrir 1. maí næstkomandi.

Samningurinn tekur gildi 1. febrúar 2014 og gildir til 28. febrúar 2015 og skal vera búið að greiða atkvæði um hann þann 7. mars næstkomandi.