Í kvöld kl. 20:00 er búið að boða samninganefnd félagsins á fund í sal Einingar-Iðju á Akureyri. Þar mun formaður félagsins, Björn Snæbjörnsson, kynna kröfur sem samninganefnd starfsgreinasambandsins mun leggja fyrir Samtök atvinnulífsins síðar í dag.
Eins og fram hefur komið þá hittist samninganefnd SGS sl. fimmtudag til að fara yfir kröfugerðir sem aðildarfélögin sendu inn, m.a. Eining-Iðja, og móta sameiginlega kröfugerð fyrir komandi kjarasamninga. Mikill hugur var í fundarmönnum og samstaðan ríkjandi.