Í gær hélt félagið almennan félagsfund í Hrísey, en alls verða fundirnir fimm í vikunni. Næsti fundur er á Akureyri í kvöld kl. 20:00. Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju, fór yfir stöðu kjaramála, sérstaklega ræddi hann um stöðu samninga við SA. Hann fór einnig yfir nýlega viðhorfs- og kjarakönnun sem Gallup framkvæmdi fyrir félagið. Ágætis umræður urðu um þessa liði.
Í lok fundarins fór fram venjuleg aðalfundarstörf í svæðisráðinu. Guðrún Þorbjarnardóttir svæðisfulltrúi flutti skýrslu formanns og svo fór fram kosning svæðisfulltrúa og varamanns hans, en kosið er til tveggja ára í senn. Engin mótframboð bárust gegn Guðrúnu og því mun hún sitja áfram. Magnús Pétursson sem gegndi embætti varasvæðisfulltrúa bauð sig ekki fram að nýju og var Kristín Joanna Jónsdóttir kosin varamaður svæðisfulltrúa. Svæðisfulltrúar sitja í aðalstjórn félagsins og varamenn eru í trúnaðarráði.
Næstu fundir
Í dag heldur félagið einn almennan félagsfund á svæðinu, á Akureyri kl. 20:00. Á morgun verður fundur á Grenivík kl. 17:00. Félagar, fjölmennum!
Dagskrá: