Samninganefndir Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins setjast á sáttafund í hjá Ríkissáttasemjara klukkan 11. Að óbreyttu hefst tveggja sólarhringa verkfall Starfsgreinasambandsins á miðnætti.
Félagsmenn í aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins fóru í hálfs sólarhringsverkfall síðastliðinn fimmtudag. Tveggja sólarhringa verkfallið sem hefst á miðnætti, semjist ekki fyrir þann tíma, er annar liðurinn í verkfallshrinu Starfsgreinasambandsins. Þriðji liðurinn verður tveggja daga verkfall eftir tvær vikur og að lokum kemur til ótímabundins verkfalls frá 26. maí semjist ekki fyrir þann tíma.