Fundað verður í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins (SGS) og Samtaka atvinnulífsins (SA) klukkan 13:30 í dag í húsakynnum Ríkissáttasemjara.
Félagsmenn í Einingu-Iðju og 15 öðrum aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins á landsbyggðinni fóru í hálfs sólarhringsverkfall fimmtudaginn 30. apríl sl. Tveggja sólarhringa vinnustöðvun lauk á miðnætti í gærkvöldi. Önnur tveggja tíma vinnustöðvun er fyrirhuguð 19. og 20. maí hafi ekki náðst samningar áður. Ótímabundin vinnustöðvun er síðan fyrirhuguð frá miðnætti aðfaranótt 26. maí 2015.