Fundur hjá ríkissáttasemjara í dag

Fundað verður í kjara­deilu Starfs­greina­sam­bands­ins (SGS) og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins (SA) klukk­an 13:30 í dag í húsa­kynn­um Rík­is­sátta­semj­ara. 

Félagsmenn í Einingu-Iðju og 15 öðrum aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins á landsbyggðinni fóru í hálfs sólarhringsverkfall fimmtudaginn 30. apríl sl. Tveggja sól­ar­hringa vinnu­stöðvun lauk á miðnætti í gær­kvöldi. Önnur tveggja tíma vinnu­stöðvun er fyr­ir­huguð 19. og 20. maí hafi ekki náðst samn­ing­ar áður. Ótíma­bund­in vinnu­stöðvun er síðan fyr­ir­huguð frá miðnætti aðfaranótt 26. maí 2015.