Fundað við SA um sérmál í dag

Í morgun flugu fjórir fulltrúar frá félaginu til Reykjavíkur til að taka þátt í viðræðum sem nú standa yfir milli SGS og SA um sérmál ýmissa hópa innan sambandsins. Þetta eru þau Anna, varaformaður félagsins, sem situr í þremur hópum, einn fjallar um samning vegna fiskvinnslu og fiskeldi, annar um samning vegna mötuneyta og sá þriðji um samning fyrir vaktmenn og vegna vaktavinnu. Þorsteinn starfsmaður félagsins situr í hóp þar sem fjallað er um iðnað, Ingvar, formaður Iðnaðar- og tækjadeildar félagsins, er í hóp sem fjallar um tækjamenn, bílstjóra og byggingaverkamenn, og Auður sem starfar á Bautanum er í hóp þar sem fjallað er um veitinga- og gistihúsasamninginn.

Viðræðurnar hófust í morgun kl. 10:00 í húsnæði ríkissáttasemjara, en eins og áður segir þá er aðeins verið að ræða sérmál hópanna, launaliður kjarasamninganna verða ræddir síðar.