Fundað með Heilsuvernd - hjúkrunarheimili

Heilsuvernd –hjúkrunarheimili tók við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar í byrjun maí sl. Fjölmargir félagsmenn starfa á öldrunarheimilum Akureyrar og var því ákveðið að félagið myndi halda formlegan fund með nýjum rekstraraðila. 

Í morgun fór fundurinn fram, með Teiti Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Heilsuverndar, og Elínu Hjálmsdóttur, mannauðsstjóra Heilsuverndar. Björn, formaður Einingar-Iðju, og Arnór, lögfræðingur og þjónustufulltrúi, sátu fundinn fyrir hönd félagsins.

„Þetta var góður fundur þar sem farið var yfir málin, stöðuna núna og framhaldið,“ sagði Björn að fundi loknum.