Fundað í karphúsinu i dag

Samninganefnd SGS mun hittast á fundi í dag til að ræða kjara­deilu Starfsgreinasambandsins og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins. Fundurinn verður haldinn í Karphúsinu og hefst hann kl. 12:30. Á fundinum verður m.a. farið stöðuna á vinnumarkaðnum í heild sinni, samningsgrundvöll við Samtök atvinnulífsins og hugsanlega aðkomu stjórnvalda. Fundurinn er hluti af reglulegum fundarhöldum samninganefndar SGS, en í nefndinni sitja formenn þeirra 16 aðildarfélaga SGS sem veitt hafa sambandinu kjarasamningsumboð. Samningaráð SGS mun svo funda með fulltrúum SA kl. 15:00 í dag í Karphúsinu.

Félagsmenn í 16 aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins á landsbyggðinni fóru í hálfs sólarhringsverkfall fimmtudaginn 30. apríl sl.  og svo aftur í tveggja sól­ar­hringa vinnu­stöðvun 6. og 7. maí sl. Önnur tveggja tíma vinnu­stöðvun er fyr­ir­huguð 19. og 20. maí hafi ekki náðst samn­ing­ar áður. Ótíma­bund­in vinnu­stöðvun er síðan fyr­ir­huguð frá miðnætti aðfaranótt 26. maí 2015.