Samninganefnd SGS mun hittast á fundi í dag til að ræða kjaradeilu Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins. Fundurinn verður haldinn í Karphúsinu og hefst hann kl. 12:30. Á fundinum verður m.a. farið stöðuna á vinnumarkaðnum í heild sinni, samningsgrundvöll við Samtök atvinnulífsins og hugsanlega aðkomu stjórnvalda. Fundurinn er hluti af reglulegum fundarhöldum samninganefndar SGS, en í nefndinni sitja formenn þeirra 16 aðildarfélaga SGS sem veitt hafa sambandinu kjarasamningsumboð. Samningaráð SGS mun svo funda með fulltrúum SA kl. 15:00 í dag í Karphúsinu.
Félagsmenn í 16 aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins á landsbyggðinni fóru í hálfs sólarhringsverkfall fimmtudaginn 30. apríl sl. og svo aftur í tveggja sólarhringa vinnustöðvun 6. og 7. maí sl. Önnur tveggja tíma vinnustöðvun er fyrirhuguð 19. og 20. maí hafi ekki náðst samningar áður. Ótímabundin vinnustöðvun er síðan fyrirhuguð frá miðnætti aðfaranótt 26. maí 2015.