Í gær hélt félagið kynningarfundi á nýjum samningi á milli SGS og SA í Hrísey og á Dalvík og var ágætis mæting á báða fundina. Í byrjun fundanna fór fram kosning á svæðisfulltrúa og varasvæðisfulltrúa en ljóst var fyrir fundinn á Dalvík að sitjandi svæðisfulltrúi, Ingvar Örn Sigurbjörnsson, gæfi ekki að gefa kost á sér áfram. Engin mótframboð komu fram gegn þeim sem voru tilnefndar, hvorki í Hrísey né Dalvík, og því eru eftirfarandi rétt kosin sem svæðisfulltrúar og varamenn þeirra.
Hrísey
Guðrún Þorbjarnardóttir situr áfram sem svæðisfulltrúi og Hanna Eyrún Antonsdóttir situr áfram sem varamaður hennar.
Dalvík
Sigríður Jósepsdóttir, sem var varasvæðisfulltrúi síðasta kjörtímabil, tók við sem svæðisfulltrúi og
Freydís Antonsdóttir kemur ný inn sem varasvæðisfulltrúi.
Á fundunum kynnti Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju, nýjan kjarasamning milli SGS og SA sem skrifað var undir þann 21. desember sl. Miklar og góðar umræður urðu á fundunum um samninginn.
Svæðisfulltrúi situr í stjórn Einingar-Iðju og varamaður er sjálfkjörinn í trúnaðarráð félagsins. Því tekur Freydís sæti í trúnaðarráði félagsins.