Stjórn Stapa hefur boðað til fulltrúaráðsfundar í Hofi á Akureyri á morgun, þriðjudaginn 19. nóvember, kl. 16:00. Fulltrúaráðið er samkvæmt samþykktum sjóðsins skipað þeim aðilum sem voru fulltrúar launamanna og atvinnurekenda á ársfundi sjóðsins í maí síðastliðnum. Félagið átti rétt á að senda 41 fulltrúa á síðasta ársfund Stapa og hafa þeir verið boðaðir á þennan fund.
Á síðasta ársfundi sjóðsins var samþykkt að stjórn sjóðsins skal kalla saman fulltrúaráðið tvisvar á ári, að hausti og í aðdraganda ársfundar, þar sem m.a. eru rædd málefni sjóðsins, breytingar á samþykktum undirbúnar og lykiltölur úr afkomu og framvindu fjárfestingarstefnu kynntar. Um hlutverk og starfsemi fulltrúaráðs að öðru leyti vísast til viðkomandi kjarasamninga hverju sinni.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
Lykiltölur úr rekstri og framvinda fjárfestingarstefnu
Jóhann Steinar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Stapa
Réttindakerfi Stapa
Jóna Finndís Jónsdóttir, forstöðumaður réttindasviðs Stapa
Aukið hlutverk fulltrúaráðs
Einar Ingimundarson, lögfræðingur Stapa