Föstudaginn 3. október sl. fór fram fulltrúaráðsfundur Alþýðusambands Norðurlands í Illugastöðum í Fnjóskadal. Slíkur fundur er haldinn annað hvert ár, þ.e. þegar þing sambandsins fer ekki fram. Eining-Iðja átti rétt á að senda þrjá fulltrúa og sátu fundinn formaður og varaformaður félagsins, ásamt formanni Opinberu deildar félagsins, þau Björn Snæbjörnsson, Anna Júlíusdóttir og Sigríður K. Bjarkadóttir.
Fimm fyrirlesarar mættu á fundinn, Aðalsteinn Þorsteinsson, forstöðumaður Byggðastofnunar, reið á vaðið og fjallaði um
brothættar byggðir og jaðarbyggðir. Næst steig Snæbjörn Sigurðarson, verkefnisstjóri hjá sveitarfélaginu Norðurþingi, í
pontu og fjallaði um stöðuna á uppbyggingu kísilvers þýska fyrirtækisins PCC á Bakka við Húsavík.
Eftir léttan hádegisverð fjallaði Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, um hugmynd að nýju húsnæðiskerfi að danskri fyrirmynd og einnig um
félagslega húsnæðisstefnu. Því næst sagði Vilhjálmur Bjarnason, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, frá því hvað
samtökin eru að gera og. fór yfir sjónarmið Hagsmunasamtakanna til húsnæðismála. Að lokum fjallaði Hákon Hákonarson,
formaður Orlofsbyggðarinnar á Illugastöðum, um fyrirhugaða stækkun á byggðinni.
Miklar og góðar umræður urðu um öll erindi dagsins.