Fulltrúakjör á þing AN og SGS

Á fundi í trúnaðarráði félagsins sem fram fór í gær var samþykkt tillaga að lista stjórnar- og trúnaðarráðs um fulltrúa félagsins á þing AN og SGS sem fram fara í október. Einnig var samþykkt tillaga að skilafrest á lista og er hún eftirfarandi:

 Fulltrúakjör

Samkvæmt lögum Einingar-Iðju fara kosningar fulltrúa félagsins á 4. þing Starfsgreinasambands Íslands og 33. þing Alþýðusambands Norðurlands fram að viðhafðri allsherjaratkvæðagreiðslu í samræmi við reglugerð ASÍ um slíkar kosningar.

Á 4. þing Starfsgreinasambands Íslands, sem haldið verður á Akureyri  dagana 16. til 18. október nk., hefur félagið rétt á að senda 12 fulltrúa. 

33. þing Alþýðusambands Norðurlands verður haldið á Illugastöðum dagana 4. og 5. október nk. Félagið hefur rétt á að senda 62 fulltrúa á þingið. 

Framboðslistum eða tillögum til 4. þings SGS og 33. þings AN þar sem tilgreind eru nöfn aðalfulltrúa í samræmi við framanskráð og jafn margra til vara, ber að skila á skrifstofu félagsins Skipagötu 14 Akureyri eigi síðar en kl. 12:00 á hádegi fimmtudagsins 19. september nk. 

Hverjum framboðslista skulu fylgja meðmæli 100 fullgildra félagsmanna. 

Akureyri 9. september 2013.

Stjórn Einingar-Iðju