Starfsmiðuð fjarnámskeið NTV, sem eru að fullu fjármögnuð af starfsmenntasjóðum hefjast að nýju í byrjun febrúarmánaðar. Í boði verða sömu námskeið og kennd voru í nóvembermánuði sl.
Gerður hefur verið samningur milli NTV skólans og starfsmenntasjóðanna Landsmennt, Sjómennt, Sveitamennt og Ríkismennt um að bjóða félagsmönnum aðildarfélaga sjóðanna, þar á meðal Einingar-Iðju, upp á fulla fjármögnun á 6 námskeiðum/námsleiðum sem allt eru starfsþróunarmiðuð og verkefnadrifin.
Öll námskeiðin (námsefni, verkefnavinna, verkefnaskil og samskipti) eru inni á nemendaumhverfi NTV skólans í gegnum nettengingu. Stefnt er að því að námskeiðin hefjist í febrúar. Nánari upplýsingar um námskeiðin
Framkvæmd við skráningu á námskeiðin verður með sama sniði og var sl. haust.
Félagsmenn skrá sig hjá NTV skólanum og mun skólinn senda reikninga beint á skrifstofu fræðslusjóðanna.
Námskeiðin sem um ræðir eru:
Bókhald Grunnur – 8 vikur (120 kes.)
Digital marketing – 7 vikur (112 kes.)
Frá hugmynd að eigin rekstri – 5 vikur (75 kes.)
App og vefhönnun – 6 vikur (90 kes.)
Vefsíðugerð í WordPress – 4 vikur