Full fjármögnun námskeiða hjá NTV

Fræðslusjóðirnir Landsmennt, Ríkismennt og Sveitamennt hafa gert samning við NTV skólann um fulla fjármögnun á sex námskeiðum/námsleiðum sem allt eru starfsþróunarmiðuð og verkefnadrifin fjarnámskeið sem boðið verður upp á í samstarfi við aðildarfélög sjóðanna. Félagsmenn aðildarfélaga þessara þriggja sjóða munu fá námskeið að fullu niðurgreidd.

Einstaklingar skrá sig hjá NTV skólanum 

Verkefnið er tilraunaverkefni fram að áramótum og munu námskeiðin hefjast um mánaðarmótin okt/nóv nk. Öll námskeiðin, námsefni, verkefnavinna, verkefnaskil og samskipti eru inni á nemendaumhverfi NTV skólans í gegnum nettengingu.

Meðfylgjandi eru upplýsingar um námskeið sem NTV skólinn, í samstarfi við starfsmenntasjóði, mun bjóða félagsmönnum í nóvember og desember. 

Upplýsingar um námskeiðin má fá með því að smella á slóðirnar hér fyrir neðan, en hafa skal í huga að fjarnámskeiðin eru yfirleitt aðeins einfaldari en staðarnámskeiðin sem lýsingarnar eiga við.

Stefnt er að því að námskeiðin hefjist í fyrstu viku nóvember og klárist tímanlega fyrir jólin.

Nánar um námskeiðin sem um ræðir