Vert er að benda aftur á námskeið sem verður í SÍMEY um miðjan mars.
Um er að ræða námskeiðið Þjónustuframkoma þar sem María Ellingsen mun fjalla um leiðir til að styrkja framkomu og samskipti með það að markmiði efla góð tengsl við viðskiptavini. Þjónusta skoðuð frá skemmtilegu sjónarhorni, rætt um helstu áskoranir og skoðað hvernig viðhorf hefur áhrif á líðan og afköst. Þáttakendur gera æfingar þar sem þeir setja sig í spor viðskiptavinarins og skoðuð eru dæmi um afbragðsþjónustu.
Námskeiðið er skemmtilegt og líflegt þar sem þátttakendur taka mikin þátt og koma sterkari og glaðari út.
Námskeiðið er sérstaklega ætlað starfsfólki í ferðaþjónustu á Norðurlandi.
Félagsmenn taka þátt sér að kostnaðarlausu.