Frítt fyrir félagsmenn - Vefnámskeið í SÍMEY

SÍMEY langar að vekja athygli á tveimur vefnámskeiðum sem verða síðar í mars. Námskeiðið Heilaheilsa og þjálfun hugans verður 10. og 17. mars og námskeiðið Heimili og hönnun verður 25. mars. Enn eru nokkur sæti laus á þau. 

Starfsmenntasjóðirnir Landsmennt, Ríkismennt og Sveitamennt greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir félagsmenn í Einingu-Iðju

                     

Heilaheilsa og þjálfun hugans, 10. og 17. mars 

Á námskeiðinu verður fjallað um heilaheilsu og hvernig hugrænir þættir (s.s. einbeiting, athygli, minni, skipulagsfærni og félagsskilningur) hafa áhrif á okkar daglega líf. Markmið námskeiðsins eru að þátttakendur (a) öðlist þekkingu á hugrænum þáttum og hvaða hlutverki þeir gegna í okkar daglega lífi, (b) öðlist betri innsýn í eigin hugrænu styrkleika og veikleika, (c) læri leiðir til að þjálfa hugann. 

Frekari upplýsingar og skráning hér

     
                     

Heimili og hönnun, 25. mars.

Á námskeiðinu er farið í grunnatriði hönnunar innan heimilisins s.s.uppröðun húsgagna, hvernig hengja eigi upp myndir og litaskema. Hvernig má láta húsgögn, persónulega muni, myndir, liti og lýsingu spila saman til að mynda góða heild á heimilinu? 

Frekari upplýsingar og skráning hér