Frítt fyrir félagsmenn - Vefnámskeið í SÍMEY

SÍMEY langar að vekja athygli á tveimur vefnámskeiðum sem verða síðar í febrúar. Námskeiðið Sálræn áföll verður 18. febrúar milli kl. 13 og 16 og námskeiðið Jákvæð samskipti verður 23. febrúar milli kl. 17 og 18. Enn eru nokkur sæti laus á þau. 

Starfsmenntasjóðirnir Landsmennt, Ríkismennt og Sveitamennt greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir félagsmenn í Einingu-Iðju

                     

SÁLRÆN ÁFÖLL milli klukkan 13 og 16 þann 18. febrúar 

Á námskeiðinu verður fjallað um hvað gerist þegar einstaklingar verða fyrir sálrænu áfalli t.d. í tengslum við atvinnu sína eða þegar vinnuaðstæður hafa mikið breyst. Jafnframt verður fjallað um hvaða leiðir eru færar til að takast á við áföll. Fjallað verður um helstu skilgreiningar, forvarnir, einkenni sem geta komið fram og líkamlegar, sálrænar og félagslegar afleiðingar.  

Frekari upplýsingar og skráning hér

     
                     

Jákvæð samskipti milli klukkan 17 og 18 þann 23. febrúar

Á  fyrirlestrinum fjallar Pálmar á skemmtilegan hátt um það hvernig við getum náð því besta úr fólkinu í kringum okkur með góðum samskiptum. Samhliða því tekur hann mörg skemmtileg dæmi af samskiptum barna á íþróttaæfingum og yfirfærir á vinnustaðina okkar auk þess sem hann segir frá niðurstöðum rannsóknar sem hann gerði á samskiptum á vinnustöðum á Íslandi í meistaranámi sínu í Háskóla Íslands.  Þá blandast inn í fyrirlesturinn hvatning um jákvætt hugarfar á krefjandi tímum og skemmtilegir punktar um rafræn samskipti þegar það á við. 

Frekari upplýsingar og skráning hér