Framkvæmdir á Illugastöðum

Á fundi í aðalstjórn félagsins í september 2020 sem fram fór á Illugastöðum í Fnjóskadal var farið í skoðunarferð um svæðið og kíkt m.a. á hvernig til tókst með framkvæmdir á sex húsum í efra hverfinu sem búið var að taka í gegn að undanförnu.  Stjórnin var mjög ánægð með hvernig til tókst. Ákvaðið var að ráðast í breytingar á eldhúsum og baðherherbergjum í húsum í neðra hverfinu á sama hátt og búið er að gera í efra hverfinu.

Framkvæmdir í neðra hverfinu hafa staðið yfir að undanförnu og á þeim að ljúka í mars. Björn formaður og Ásgrímur upplýsingafulltrúi félagsins kíktu við á Illugastöðum fyrr í vikunni og smelltu af nokkrum myndum.