Staða framkvæmda á Einarsstöðum

Staðan á framkvæmdum á tveimur húsum félagsins á Einarsstöðum er skv. áætlun, en þau eiga að vera tilbúin til afhendingar 9. júní nk. Tveir starfsmenn félagsins voru á ferð á svæðinu í gær og tók Aðalbjörg myndirnar sem fylgja fréttinni.

Í júní í fyrra veitti félagið viðtöku tveimur orlofshúsum á svæðinu eftir að þau voru nánast algjörlega endurnýjuð, stækkuð lítillega og skipt um þak. Það voru hús nr. 21 og 22 og núna eru hús nr. 26 og 31 sem eru að fá sömu yfirhalningu. 

Tréiðjan Einir ehf. á Egilsstöðum sér um framkvæmdina en um hönnun og eftirlit með framkvæmdum sér Ágúst Hafsteinsson, arkitekt á Form arkitektastofu á Akureyri. Samstarf við þessa aðila hefur verið til fyrirmyndar.

Vægt til orða tekið þá eru húsin sem tekin voru í notkun í fyrra stórglæsileg og þessi eru alveg að komast á sama stall. Smellið á myndirnar hér fyrir neðan til að sjá þær stærri.

           

 

Smellið hér til að sjá nokkrar myndir af húsunum sem tekin voru í notkun í fyrra.