Nú styttist í sveitarstjórnarkosningar. Oft hefur verið meiri traffík frambjóðenda á skrifstofur félagsins fyrir kosningar, en í morgun kíktu loks fyrstu frambjóðendurnir í heimsókn á skrifstofu félagsins á Akureyri. Þarna voru á ferð tveir frambjóðendur Framsóknarflokksins, þeir Gunnar Már Gunnarsson og Sverre Andreas Jakobsson. Þeir settust niður með starfsfólki og áttu gott spjall yfir kaffibolla þar sem farið var yfir fjölmörg mál.
Björn, formaður félagsins, segir að alltaf sé gott að fá frambjóðendur í heimsókn. „Þarna gafst gott tækifæri til að heyra þeirra áherslur í mörgum málum og kanna þær nánar, leyfa þeim að heyra okkar skoðanir og áherslur og ræða um ýmis mál.“