Nú styttist í kosningar til Alþingis og í vikunni hafa frambjóðendur tveggja flokka komið á skrifstofu félagsins á Akureyri, sest niður með starfsfólki og átt gott spjall yfir kaffibolla. Í morgun voru á ferðinni þau Logi og Hilda Jana úr Samfylkingunni og sl. mánudag litu við þær Ingibjörg og Líneik úr Framsóknarflokknum.
Björn, formaður félagsins, segir að gott sé að fá frambjóðendur í kjördæminu í heimsókn. „Þarna gafst gott tækifæri til að heyra þeirra áherslur í mörgum málum og kanna þær nánar, leyfa þeim að heyra okkar skoðanir og áherslur og ræða um ýmis mál, eins og til dæmis atvinnumálin.“