Fyrr í dag kom Gauti Jóhannesson, forseti sveitarstjórnar Múlaþings, í heimsókn á skrifstofu félagsins á Akureyri. Gauti, sem gefur kost á sér í 1. sæti á lista í prófkjöri sjálfstæðisflokksins í kjördæminu fyrir næstu Alþingiskosningar, vildi með heimsókninni afla sér upplýsingar um félagið og fá að heyra hvað Eining-Iðja segir um stöðuna varðandi atvinnumál á svæðinu.
Björn, formaður félagsins, segir að það sé alltaf gaman að fá fólk í heimsókn sem áhuga hefur á okkar starfi. "Við erum alltaf til í að taka á móti fólki sem hefur áhuga á því sem við erum að gera. Það að fá frambjóðanda sem er að gefa kost á sér í oddvitasæti á lista stjórnmálaflokks í kjördæminu í heimsókn er gott. Þarna gafst gott tækifæri til að ræða um ýmis mál, eins og atvinnumálin, ásamt því að fræða hann aðeins um félagið."