Stjórnir fræðslusjóðanna þriggja sem félagið er aðili að, Landsmennt, Ríkismennt og Sveitamennt, hafa samþykkt eftirfarandi hækkanir á einstaklingsstyrkjum úr sjóðunum.
Landsmennt
Stjórn Landsmenntar hefur samþykkt að hækka hámarksupphæð einstaklingsstyrkja í 70.000 kr. frá og með 1. júlí nk. Upphæð styrkja er miðuð við greidd iðgjöld síðustu 12 mánaða en hægt er að fá styrk (þá lægri) eftir 6 mánaða aðild. Styrkur getur þó aldrei orðið hærri en 70.000 kr eða mest 75% kostnaðar.
Hækkun á geymdum rétti (uppsafnaður réttur) er eftirfarandi:
Ekki hefur verið gerð breyting á styrkjum til meiraprófs eða til tómstundanámskeiða.
Hækkunin nær til þess náms sem hefst eftir 1. júlí 2015.
Ríkismennt
Stjórn Ríkismenntar hefur samþykkt að hækka hámarksupphæð einstaklingsstyrkja í 75.000 kr. f.o.m. 1. júní 2015. Upphæð styrkja er miðuð við greidd iðgjöld síðustu 12 mánaða en hægt er að fá styrk (þá lægri) eftir 6 mánaða aðild. Styrkur getur þó aldrei orðið hærri en 75.000 kr eða mest 75% kostnaðar.
Hækkun á geymdum rétti (3ja ára) verður til samræmis við þessa hækkun kr. 225.000.-
Hækkunin nær til náms/námskeiða sem hefjast eftir 1. júní 2015. Engin breyting er á styrkjum til meiraprófs eða styrkum til tómstundanámskeiða.
Sveitamennt
Stjórn Sveitamenntar hefur samþykkt að hækka hámarksupphæð einstaklingsstyrkja í 75.000 kr. frá og með 1. júní sl. Upphæð styrkja er miðuð við greidd iðgjöld síðustu 12 mánaða en hægt er að fá styrk (þá lægri) eftir 6 mánaða aðild. Styrkur getur þó aldrei orðið hærri en 75.000 kr eða mest 75% kostnaðar.
Hækkun á geymdum rétti (3ja ára) verður til samræmis við þessa hækkun kr. 225.000.-
Hækkunin nær til náms/námskeiða sem hefjast eftir 1. júní 2015. Engin breyting er á styrkjum til meiraprófs eða styrkum til tómstundanámskeiða.