Starfsgreinasamband Íslands og Félag Íslenskra félagsliða boða til fræðsludags félagsliða, fimmtudaginn 20. september nk. í Hannesarholti, Grundarstíg 10 í Reykjavík. Eining-Iðja mun senda nokkra félagsmenn sem eru Félagsliðar á fundinn og ef þú hefur áhuga á að fara sem fulltrúi félagsins þá máttu endilega heyra sem fyrst í Önnu varaformanni, annajul@ein.is eða 460 3600.
Dagskrá
10:00 Morgunkaffi
10:30 Kjaramál – veturinn framundan, Drífa Snædal og Sonja Þorbergsdóttir
11:30 Breytingar á námi félagsliða, Þórkatla Þórisdóttir
12:00 Hádegismatur
13:00 Vinna og barátta félagsliða framundan, unnið úr tillögum frá síðasta fundi
14:00 Hvað er Bjarkarhlíð og fyrir hvern?, Berglind Eyjólfsdóttir og Hafdís Hinriksdóttir
15:00 Sjálfsstyrking og jákvæð sálfræði, Ragnhildur Vigfúsdóttir
16:00 Dagslok