Fræðsludagur félagsliða 2021

Fræðsludagur félagsliða á vegum SGS og Félags íslenskra félagsliða verður haldinn laugardaginn 30. október nk. í sal Starfsgreinasambandsins, Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík milli kl. 13:00 og 16:00. Fundinum verður einnig streymt í gegnum Teams.

Fræðsludagurinn er haldinn einu sinni á ári og tilgangur dagsins er að fá alla félagsliðana í landinu til að koma saman.

Dagskráin er byggð á kynningum og fræðslu fyrir félagsliða sem geta svo nýtt sér það í starfi og þekkingu.

Skráning fer fram hér 

Dagskrá fundarins má finna hér

Fræðsludagurinn er í boði fyrir alla félagsliða á landinu óháð stéttafélagi.