Fræðsludagur félagsins stendur nú yfir í Laugarborg

Klukkan tíu í morgun hófst árlegur fræðsludagur trúnaðarmanna og annarra sem gegna trúnaðarstörfum fyrir félagið. Rétt rúmlega 100 félagsmenn eru samankomin í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit og eru nú að hlýða á erindi Eddu Björgvinsdóttur leikkonu sem nefnist Húmor og gleði á vinnustað – dauðans alvara.

Þetta er í 10 sinn sem Eining-Iðja heldur slíkan fræðsludag fyrir trúnaðarmenn og aðra sem gegna trúnaðarstörfum fyrir félagið.

Skrifstofur félagsins eru því lokaðar í dag en við munum opna aftur á venjulegum opnunartíma á morgun, þriðjudaginn 24. apríl.

Dagskrá:

9:45 - 10:00       Morgunverður  

10:00 - 10:05     Setning: Anna Júlíusdóttir, varaformaður Einingar-Iðju  

10:05 - 11:35     Húmor og gleði á vinnustað – dauðans alvara. Edda Björgvinsdóttir leikkona  

11:35 - 12:00     Ráðningasamningar og gildi þeirra. Starfsmenn félagsins  

12:00 - 13:00     Hádegisverður  

13:00 – 14:00    Drífa Snædal. Metoo og verkalýðshreyfingin.  

14:00 - 14:40     Samræða og samskipti. Bragi Bergmann  

14:40 - 15:10     Hvernig vinnum við mál er koma til okkar. Starfsmenn félagsins  

15:10 - 15:30     Kaffi  

15:30 - 17:00     Hópastarf. Eyrún Björk Valsdóttir, deildarstjóri MFA fræðsludeildar ASÍ, stjórnar hópastarfinu