Nú stendur yfir árlegur fræðsludagur félagsins, en í ár fer hann fram á Rimum í Svarfaðardal. Um 100 trúnaðarmenn og aðrir sem eru í trúnaðarstörfum fyrir félagið eru í þessum töluðum orðum að hlusta á Bjarna Th. Bjarnason, sveitarstjóra Dalvíkurbyggðar, þar sem hann er að fjalla um sveitarfélagið Dalvíkurbyggð og atvinnumál. Fyrr í morgun fjallaði Ásgeir Örn Blöndal Jóhannsson, héraðsdómslögmaður hjá PACTA, um Vinnuslys og tryggingar launþega.
Dagskráin hófst kl. 10 í morgun og lýkur kl. 18 í dag.