Nú stendur yfir fræðsludagur félagsins í HOFI á Akureyri. Rúmlega 100 trúnaðarmenn og aðrir sem eru í trúnaðarstörfum fyrir félagið eru í þessum töluðum orðum að hlusta á fyrsta fyrirlestur dagsins þar sem Ásdís Olsen, kennari og sérfræðingur í Mindfulness, er að flytja fyrirlesturinn Jákvæð sálfræði - 10 hamingjuráð. Í byrjun þá lét hún alla fara í smá slökun, eins og sést sennilega á myndinni sem er með fréttinni.
Dagskráin hófst kl. 10 í morgun og lýkur kl. 17 í dag.