Nú stendur yfir árlegur fræðsludagur félagsins, í ár erum við á Kaffi Rauðku á Siglufirði. Rúmlega 100 trúnaðarmenn og aðrir sem eru í trúnaðarstörfum fyrir félagið eru í þessum töluðum orðum að hlusta á fyrsta fyrirlestur dagsins. Sigríður Arnardóttir - Sirrý, félags- og fjölmiðlafræðingur er að flytja frábæran fyrirlestur sem hún kallar Að standa á sínu og láta rödd sína heyrast.
Dagskráin hófst kl. 10 í morgun og lýkur kl. 17 í dag.
Dagskrá:
9:45 - 10:00 Kaffi
10:00 - 10:05 Setning: Anna Júlíusdóttir, varaformaður Einingar-Iðju
10:05 - 11:15 Að standa á sínu og láta rödd sína heyrast.
Sigríður Arnardóttir, félags- og fjölmiðlafræðingur
11:15 - 12:00 Styrkir í boði úr sjúkrasjóði og vegna fræðslu.
Starfsmenn félagsins
12:00 - 13:00 Léttur hádegisverður
13:00 – 13:30 Úrræði sveitarfélaga eftir að atvinnuleysisréttur klárast – sorgin eða sveitin. Hjörtur Hjartarson, félagsmálastjóri í Fjallabyggð
13:30 - 14:30 Hugur ræður hálfum sigri – árangur í starfsendurhæfingu Virk.
Elsa Sigmundsdóttir, verkefnastjóri og ráðgjafi hjá VIRK.
14:30 – 15:00 Umfjöllun um Starfsgreinasamband Ísland.
Drífa Snædal, framkvæmdastjóri SGS.
15:00 - 15:20 Kaffi
15:20 - 17:00 Þjónusta félagsins – hópastarf.