Fræðsludagar starfsfólks stéttarfélaga

Í dag og á morgun fer fram námskeið í Reykjavík sem ætlað er starfsfólki stéttarfélaga innan SGS. Um er að ræða seinna námskeið af tveimur en hið fyrra fór fram fyrr á árinu. Núna sitja námskeiðið starfsmenn félagsins sem fóru ekki á hið fyrra. Þetta eru þau Ásgrímur, Freydís, Margrét á Siglufirði og Þorsteinn. Í dag voru það Jóhann Ingi Gunnarsson og Bragi R. Sæmundsson sálfræðingar sem sáu um fræðsluna en þeir voru saman með mjög gott erindi sem þeir kalla Skyndihjálp í krefjandi samskiptum.

Í fyrramálið mun Guðmundur Þór Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu, hefja leik og fara yfir vinnuvernd og líkamsbeitingu. Magnús Sveinn Helgason sagnfræðingur mun flytja hugvekju um stöðu verkafólks fyrr á tímum og svo verður farið yfir verkefnin framundan hjá SGS. Eftir hádegi á morgun verður fjallað um nýtingu á innri vef SGS og fræðslumál sem SGS sér um. Að lokum verða umræður um verklag og samvinnu milli félaga.