Í ljósi aðstæðna í íslensku samfélagi ákváðu stjórnir Landsmenntar, Ríkismenntar og Sveitamenntar fyrr á árinu að rýmka úthlutunarreglur einstaklingsstyrkja í ákveðinn tíma. Átakið átti að gilda frá 15. mars til og með 31. ágúst 2020 og gildir gagnvart námi/námskeiðum sem hefjast innan þessa sama tímaramma. Nú hafa stjórnir sjóðanna ákveðið að framlengja átakið og mun það gilda til 31. desember nk.
Nánari útfærsla á átaksverkefninu: Gerðir voru samningar við fræðsluaðila sem bjóða upp á vefnám/fjarnám þar sem fyrirtækjum og einstaklingum er boðin þátttaka í námi/námskeiðum þeim að kostnaðarlausu. Þessir samningar gilda einnig tímabundið og gagnvart því námi/námskeiðum sem fræðsluaðilar bjóða upp á innan þessa tímaramma það er núna frá 15. mars til og með 31. desember 2020. Einstaklingar og fyrirtæki geta skráð sig hjá viðkomandi fræðsluaðilum sem sjóðurinn er með samninga við án þess að greiða (gildir gagnvart námi/námskeiði sem kostar að hámarki 30.000,-). Fræðsluaðilarnir senda reikninga beint á sjóðina.
Breytingar á úthlutunarreglum voru eftirfarandi: