Fræðsla í Menntaskólanum á Akureyri

Fræðslan fór fram í áfanganum Nýnemafræðsla og forvarnir, en þennan veturinn urður kynningarnar alls…
Fræðslan fór fram í áfanganum Nýnemafræðsla og forvarnir, en þennan veturinn urður kynningarnar alls níu.

Rut Pétursdóttir, þjónustufulltrúi hjá félaginu, hefur undanfarið verið með fræðslu í Menntaskólanum á Akureyri þar sem hún fór yfir réttindi og skyldur á vinnumarkaði. Fyrr í dag hitti hún síðustu þrjár bekkjardeildirnar að sinni, einn bekk í einu, en þennan veturinn urður kynningarnar alls níu. Fræðslan fór fram í áfanganum Nýnemafræðsla og forvarnir.

Skólakynningar í rúm 20 ár
Rut segir að í þessum kynningum er meðal annars farið yfir gildi þess að vera í stéttarfélögum og eins er farið yfir almenn réttindi og skyldur á vinnumarkaði. "Nær undantekningalaust fáum við mjög góðar viðtökur, yfirleitt koma margar spurningar frá nemendum og góðar umræður verða um þessi mál. Mjög oft koma einhverjir til mín eftir tíma með aukaspurningar sem vakna, t.d. með að skoða fyrir sig launaseðil, ræða um vaktaplan og slíkt. Félagið er búið að vera með svona skólakynningar í t.d. grunnskólum, framhaldsskólum og vinnuskólum í meira en tvo áratugi og segjast vinnufélagar mínir sem eru búnir að vera lengur í þessu en ég að greinilegt er að unga fólkið er orðið virkara hvað þessi mál snertir nú en fyrir nokkum árum síðan. Það veit betur hvar það á að spyrjast fyrir um réttindi sín og eins vita þau mun betur en áður hverju þau eiga rétt á. Þegar ungmenni fara út á vinnumarkaðinn þá skiptir miklu máli að þekkja og vita um réttindi sín og skyldur og eru þessar kynningar hluti af því."

Fræðsla sem gagnast þeim út lífið
Kristín Elva Viðarsdóttir, skólasálfræðingur í MA, hefur umsjón með áfanganum Nýnemafræðsla og  forvarnir og segir að allir í fyrsta bekk sitji þennan áfanga, fá einn slíkan tíma í viku allt fyrsta árið. "Við notum þessa tíma til að koma með ýmsa fræðslu sem við teljum að gagnist þeim út lífið. Segjum t.d. að sumt nýtist strax en svo sé annað sem muni nýtast síðar. Við erum með fræðslu um svefn, hreyfingu, næringu, núvitund, slökun, kynnum hugræna atferlismeðferð svo eitthvað sé nefnt. Svo fáum við einstaka gesti yfir árið, svona þrjá til fjóra á ári."