Fræðsla í MA

Í morgun var Þorsteinn E. Arnórsson starfsmaður félagsins á ferð í Menntaskólanum á Akureyri og kynnti félagið og fór yfir réttindi og skyldur á vinnumarkaði fyrir nemendum sem eru á hraðlínu, þ.e. nemendur sem slepptu 10. bekk í grunnskóla.

Mikilvægt er að ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaðinum fái réttar upplýsingar um réttindi þeirra og skyldur, en frá árinu 1998 hafa starfsmenn Einingar-Iðju farið í skólaheimsóknir í alla 10. bekki á félagssvæðinu. Í þessum heimsóknum er dreift bæklingnum „Láttu ekki plata þig!“ og kynnt fyrir nemendum í hverju starf verkalýðsfélaga er fólgið og um réttindi og skyldur á vinnumarkaði. Bæklingurinn er sérstaklega ætlaður ungu fólki sem er að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði.

Starfsmenn félagsins hafa einnig farið í Verkmenntaskólann á Akureyri í 13. ár í röð og kynnt félagið og farið yfir réttindi og skyldur á vinnumarkaði.