Síðustu daga er búið að standa yfir í SÍMEY námskeið fyrir flokkstjóra hjá vinnuskólum á félagssvæðinu í sumar. Það er ýmislegt sem farið er yfir á þessu námskeiði, m.a. skyndihjálp, fagleg vinnubrögð við garðslátt, leiðtogaþjálfun og hagnýtar leiðir í vinnu með unglingum.
Einnig er farið yfir réttindi og skyldur á vinnumarkaði og er Hafdís E. Ásbjarnardóttir, lögfræðingur og þjónustufulltrúi hjá Einingu-Iðju, einmitt að fara yfir þann hluta námskeiðsins núna fyrir hádegi.