Árleg eins dags ferð fyrir aldraða Einingar-Iðjufélaga var farin mánudaginn 22. júní sl. Lagt var af stað frá Alþýðuhúsinu á Akureyri kl. 9:00 og farið austur í Kelduhverfi. Það var tekið smá stopp og farið í skoðunarferð á Húsavík áður en hádegisverður var borðaður í Skúlagarði. Þaðan var farið í Ásbyrgi og svo að Hafragilsfossi, en Dettifoss, Selfoss og Hafragilsfoss mynda einstaka fossaröð í Jökulsá á Fjöllum. Næst var farið í Mývatnssveit þar sem drukkið var kaffi í Hótel Reynihlíð. Að því loknu var ekið til Akureyrar á ný með smá viðkomu í Dyngjunni, sem er handverksmarkaður í Mývatnssveit, og á Fosshóli.