Á næstu vikum og mánuðum mun forysta Starfsgreinasambandsins, þ.e. formaður, varaformaður og framkvæmdastjóri, leggja land undir fót og heimsækja öll 19 aðildarfélög sambandsins. Forystan mun ræða við stjórnir, og í einhverjum tilfellum trúnaðarráð líka, um störf SGS, starfsemi hvers félags fyrir sig, áherslur til framtíðar og annað sem félögin óska eftir að taka til umfjöllunar. Fyrir áramót verða þrettán félög heimsótt í tveimur áföngum og er búið að setja upp skipulag fyrir tveggja tíma heimsókn í hvert félag. Þau félög sem út af standa verða svo heimsótt eftir áramót.
Formaður SGS er Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju, en hann ásamt Hjördísi Þ. Sigurþórsdóttur, formanni AFLs Starfsgreinafélags, og Drífu Snædal framkvæmdastjóri mun heimsækja stjórn Einingar-Iðju á morgun.
Aðildarfélög SGS eru: