Á 44. þingi Alþýðusambands Íslands sem haldið var í 300 manna fjarfundi í gær var samþykkt að breyta lögum sambandsins þannig að varaforsetum verður fjölgað úr tveimur í þrjá. Lagabreytingartillagan var samþykkt með naumum mun eftir fjörugar umræður. Í kosningu um þetta nýja embætti var aðeins Ragnar Þór Ingólfsson í framboði og var hann því sjálfkjörinn.
Ekki bárust nein mótframboð um embætti forseta ASÍ, 1. varaforseta né 2. varaforseta og eru Drífa Snædal, Kristján Þórður Snæbjarnarson og Sólveig Anna Jónsdóttir því sjálfkjörin í þau embætti. Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju og SGS, var kjörinn til að sitja áfram í miðstjórn, en þeir 11 einstaklingar sem kjörnefnd gerði tillögu um til setu í miðstjórn voru sjálfkjörnir þar sem engin mótframboð bárust.
Miðstjórn ASÍ 2020-2022 verður því þannig skipuð:
ASÍ Drífa Snædal, forseti ASÍ
RSÍ Kristján Þórður Snæbjarnarson, Félag Rafeindavirkja, 1. varaforseti
SGS Sólveig Anna Jónsdóttir, Efling stéttarfélag, 2. varaforseti
LÍV Ragnar Þór Ingólfsson, VR, 3. varaforseti
SGS Hjördís Þóra Sigþórsdóttir, AFL – starfsgreinafélag
SGS Hörður Guðbrandsson, Verkalýðsfélag Grindavíkur
SSÍ Valmundur Valmundarson, Sjómannafélagið Jötun
Bein aðild Guðmundur Helgi Þórarinsson, Félag vélstjóra og málmtæknimanna
SGS Björn Snæbjörnsson, Eining – Iðja
LÍV Eiður Stefánsson, Félag verslunar og skrifstofufólks Akureyri
SGS Finnbogi Sveinbjörnsson, Verkalýðsfélag Vestfirðinga
SGS Halldóra Sveinsdóttir, Báran - stéttarfélag
Samiðn Hilmar Harðarson, Félag iðn- og tæknigreina
LÍV Harpa Sævarsdóttir, VR
LÍV Helga Ingólfsdóttir, VR
15 varamenn í miðstjórn
SGS Þórarinn G. Sverrisson, Aldan
SGS Agniesza Ewa Ziolkowska, Efling stéttarfélag
SGS Guðrún Elín Pálsdóttir, Vklf. Suðurlands
LÍV Bjarni Þór Sigurðsson, VR
RSÍ Margrét Halldóra Arnardóttir, FÍR
SGS Daníel Örn Arnarson, Efling stéttarfélag
Samiðn Finnbjörn A. Hermannsson, Byggiðn
LÍV Sigmundur Halldórsson, VR
LÍV Gils Einarsson, VR
SGS Guðbjörg Kristmundsdóttir, VSFK
Bein aðild Berglind Hafsteinsdóttir, FFÍ
LÍV Selma Björk Grétarsdóttir, VR
LÍV Hulda Björnsdóttir, Félag verslunar og skrifstofufólks Akureyri
SGS Kolbeinn Gunnarsson, Verkalýðsfélagið Hlíf
SSÍ Trausti Jörundarson, Sjómannafélag Eyjafjarðar