Forysta ASÍ endurkjörin einróma

Mynd af vef ASÍ
Mynd af vef ASÍ

Engin mótframboð bárust þegar forseta- og varforsetakjör fór fram á þingi Alþýðusambandsins í dag. Forsetarnir voru því endurkjörnir með dynjandi lófaklappi tæplega 300 þingfulltrúa.

Gylfi Arnbjörnsson er því réttkjörinn forseti ASÍ til næstu tveggja ára en hann hefur gegnt embættinu frá október 2008. Gylfi var því endurkjörinn forseti Alþýðusambandsins í fjórða skipti í dag.

Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, verður 1. varaforseti ASÍ næstu tvö árin og Sigurður Bessason, formaður Eflingar, 2. varaforseti. Þau hafa gegnt embættunum frá 2014.

Ekki urðu breytingar á miðstjórn Alþýðusambandsins sem kjörin var til næstu tveggja ára á þinginu, en Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju, á þar sæti.