Forseti ASÍ á fundarferð um landið

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, hóf í síðustu viku mánaðarlanga fundarferð um landið þar sem hann mun eiga fundi með stjórnum langflestra þeirra rúmlega 50 stéttarfélaga sem eiga aðild að ASÍ. Gylfi er á þessum fundum að heyra í fólki í grasrótinni, áherslur þess og væntingar auk þess að kynna áherslur í starfi ASÍ í vetur. Endurskoðun kjarasamninga fer fram í janúar 2013 og eru blikur á lofti varðandi forsendur þeirra samninga.

 

Gylfi mun funda með stjórn félagsins þann 5. september nk. Hann mun ljúka fundarferðinni í lok september en um miðjan október fer fram 40. þing Alþýðusambands Íslands.