Forsendunefnd ASÍ og SA sem starfar skv. kjarasamningum aðila frá 2015 hefur lokið störfum. Aðilar eru ekki sammála um hvort forsendur kjarasamninga hafi staðist.
Fulltrúar ASÍ telja að frá því að nefndin úrskurðaði síðast í febrúar 2017 hafi ekki náðst almenn sátt um launastefnuna og því haldi uppsagnarheimildin gildi sínu. Fulltrúar SA í forsendunefnd telja hins vegar að þeir kjarasamningar sem gerðir hafa verið undanfarna 12 mánuði séu í samræmi við launastefnu rammasamkomulagsins og því ekki forsendur fyrir uppsögn kjarasamninga.
Báðir aðilar eru hins vegar sammála um að hin forsendan, sem snýr að kaupmáttaraukningu, hafi staðist.