Formannafundur SGS

28. september sl. hélt Starfsgreinasambandið formannafund og var hann að þessu sinni haldinn í höfuðstöðvum sambandsins í Reykjavík. Til fundarins voru boðaðir formenn allra aðildarfélaga sambandsins, 19 talsins og var mæting góð.

Á dagskrá fundarins voru eftir mál:

  1. Undirbúningur fyrir þing ASÍ.

  2. Dagskrá vetrarins hjá SGS.

  3. Húsnæðismál – Henný Hinz, hagfræðingur ASÍ, fór yfir nýsamþykkt frumvörp og aðkomu verkalýðshreyfingarinnar að uppbyggingu leiguhúsnæðis.

  4. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, ræddi lífeyrismál og SALEK samkomulagið.

  5. Önnur mál.