Annar formannafundur ASÍ vegna endurskoðunar kjarasamninga verður haldinn í dag, mánudaginn 7. janúar, kl. 13. Sl. föstudag funduðu forystumenn ASÍ og SA um stöðuna sem uppi er vegna endurskoðunarinnar en forseti ASÍ hefur sagt Alþýðusambandið vilja fá þann kaupmátt sem samið var um í maí 2011. Verði kjarasamningum ekki sagt upp kemur 3,25% launahækkun til framkvæmdar 1. febrúar en ASÍ vill meira í ljósi mun hærri verðbólgu en forsendur gerðu ráð fyrir. Á formannafundinum í dag verður farið yfir viðbrögð atvinnurekenda við þessari kröfu og næstu skref rædd.
Björn Snæbjörnsson, formaður félagsins og Anna Júlíusdóttir varaformaður munu sitja fundinn fyrir hönd Einingar-Iðju.