Formannafundur ASÍ á morgun

Formannafundur Alþýðusambands Íslands verður haldinn í sal Rafiðnaðarskólans að Stórhöfða á morgun, miðvikudaginn 28. október. Reglulegir formannafundir ASÍ eru haldnir annað hvert ár, þ.e. þau ár sem þing ASÍ eru ekki haldin. Til fundarins koma formenn allra 50 aðildarfélaga Alþýðusambandsins. Dagskrá fundarins er sem hér segir:

Formannafundur ASÍ 2015

Rafiðnaðarskólanum, Stórhöfða 27 (Grafarvogsmegin)
28. október 2015

09:30    Skráning og afhending fundargagna

10:00    Ávarp forseta ASÍ 
            Kynning á hagspá hagdeildar ASÍ

10:45    Kjara- og efnahagsmál og nýtt samningalíkan – staða og horfur

12:00    Hádegishlé 

13:00    Reglugerð um bókhald og ársreikninga aðildarsamtaka ASÍ    

13:30    Tillögur starfshóps um upplýsinga- og kynningarmál 

14:15    EINN RÉTTUR – EKKERT SVINDL! 
            Aðgerðir gegn félagslegum undirboðum á vinnumarkaði
            Framsögur/innlegg - Umræður

15:30    Önnur mál
            Afgreiðsla ályktana

16:00    Áætluð fundarlok